Mourinho færði öldruðum mat

José Mourinho.
José Mourinho. AFP

José Mourinho, knattspyrnustjóri Tottenham á Englandi, er búinn að framkvæma góðverk dagsins. Hjálpaði Portúgalinn til við að færa öldruðum mat í London. 

Eldra fólk er sérstaklega viðkvæmt fyrir kórónuveirunni og á Englandi mæla yfirvöld með því að aldraðir verði í sóttkví. Ekki verða æfingar á næstunni hjá Tottenham og hafði Mourinho því tíma til að hjálpa til. 

Gekk hann til liðs við Age UK, sem hefur þegar lagt fram tíu milljónir punda til að hjálpa öldruðu fólki á Bretlandseyjum á meðan kórónuveiran gengur yfir. Gekk portúgalski stjórinn í heimahús og elliheimili með matarpakka. 

mbl.is