Of snemmt að hugsa um tóma velli

Gary Neville, til vinstri.
Gary Neville, til vinstri. AFP

Gary Neville, fyrrverandi leikmaður Manchester United og enska landsliðsins, segir of snemmt að byrja að hugsa um að spila knattspyrnuleiki á Englandi fyrir luktum dyrum. Búið er að fresta öllum enskum fótbolta til 30. apríl hið minnsta. 

Ein leið til að knattspyrna verði leikin á næstunni er að spila fyrir tómum völlum, en Neville segir ekkert liggja á. „Það þarf margt að gerast áður en við förum að hugsa um að spila fyrir luktum dyrum, sagði Neville á BBC. 

Hann hefur áhyggjur af stuðningsmönnum, jafnvel þótt þeir mættu ekki mæta á leiki. „Stuðningsmenn gætu safnast saman fyrir utan velli og fagnað. Hvað ætlum við þá að gera? Við sjáum hvað gerist á næstu vikum,“ sagði Neville. 

mbl.is