Tilbúnir að spila fram í ágúst

Morgan Schneiderlin
Morgan Schneiderlin AFP

Morgan Schneiderlin, liðsfélagi Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Everton, segir leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta vera tilbúna að spila fram í ágúst til að klára yfirstandandi tímabili. 

Óvíst er hvenær enska úrvalsdeildin hefur göngu sína á ný vegna útbreiðslu kórónuveirunnar, en á dögunum var gefið út að áætlað væri að tímabilið yrði klárað fyrir 1. júní. 

Leikmenn Everton eiga að mæta til æfinga á ný 17. apríl. „Yfirvöld munu taka bestu ákvörðun sem möguleg er,“ sagði Schneiderlin við Mirror. „Fótboltinn er í öðru sæti og við verðum að aðlagast nýju umhverfi.“

„Við eigum að byrja að æfa aftur 17. apríl en mér finnst það snemmt. Við erum tilbúnir að spila fram í ágúst ef það er það sem þarf. Ég veit það getur verið fólkið fyrir suma leikmenn sem eru samningsbundnir til loka júní,“ bætti Frakkinn við. 

mbl.is