Bjóða heimavöllinn í baráttunni gegn kórónuveirunni

Watford var fyrsta liðið til þess að vinna Liverpool á …
Watford var fyrsta liðið til þess að vinna Liverpool á tímabilinu en sigurinn kom einmitt á Vicarage Road, heimavelli Watford. AFP

Enska knattspyrnufélagið Watford hefur boðið breskum heilbrigðisyfirvöldum afnot af heimavelli sínum, Vicarage Road, í baráttunni gegn kórónuveirunni sem nú herjar á Bretland en það eru enskir fjölmiðlar sem greina frá þessu. Vicarage Road er við hliðin á Watford-spítalanum þar sem mikið álag hefur verið undanfarna daga.

Telegraph greinir frá því að á vellinum sé mjög góð aðstaða fyrir fundarhöld meðal annars. Þar væri einnig hægt að geyma ýmsar vistir til þess að nýta plássið á spítalanum sem allra best fyrir sjúklinga sem þangað gætu streymt á næstu dögum og vikum. Veiran hefur ekki ennþá náð hámarki á Englandi en Bretar eru búnir undir svipað ástand og geisar á Ítalíu og Spáni.

mbl.is