Leikmenn Arsenal voru ekki nógu góðir

Cesc Fabregas í leik með Arsenal.
Cesc Fabregas í leik með Arsenal. AFP

Cesc Fabregas segir að fáir leikmenn Arsenal hafi verið jafn góðir og hann undir það síðasta, áður en hann fór frá félaginu og gekk til liðs við Barcelona árið 2011.

Fabregas var ein helsta vonarstjarna Arsenal á yngri árum eftir að hann kom frá unglinga akademíu Barcelona og hann var fyrirliði liðsins í nokkur ár áður en hann ákvað að snúa aftur til Spánar. „Ég var fyrirliðinn og ég fann fyrir mikill pressu. Stundum grét ég heima hjá mér eftir tapleiki,“ sagði Spánverjinn í viðtali við Arseblog.

„Við spiluðum fallegan fótbolta en síðustu tvö, þrjú árin fannst mér Robin van Persie og Samir Nasri vera einu leikmennirnir sem voru jafnir mér, tæknilega og andlega. Það er ekki hrokafullt að segja það,“ bætti hann við.

Fabregas hef­ur leikið 350 leiki í ensku úr­vals­deild­inni og skorað í þeim 50 mörk og þá á hann að baki 110 lands­leiki fyr­ir Spán. Hann gekk til liðs við Mónakó í Frakklandi í janúar á síðasta ári og er þar enn. Hann er 32 ára.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert