United heimtar að City taki ekki þátt í Meistaradeildinni

Scott McTominay og Raheem Sterling í leik United og City …
Scott McTominay og Raheem Sterling í leik United og City fyrir nokkrum vikum. AFP

Átta af efstu tíu félögum ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu hafa nú skrifað undir sameiginlega yfirlýsingu þess efnis að Manchester City fái ekki að taka þátt í Meistaradeild Evrópu á meðan félagið áfrýjar banni sínu frá keppninni.

Félög á borð við Manchester United, Liverpool, Tottenham, Arsenal og Chelsea hafa skrifað undir yfirlýsinguna en aðeins City sjálft og nýliðar Sheffield United eru ekki með.

Það er Sportsmail sem greinir frá þessu og segir félögin hafa sent beiðni sína á áfrýjunardómstól UEFA. City má ekki leika í Meist­ara­deild Evr­ópu á næstu tveim­ur árum vegna brota á fjár­hags­regl­um UEFA en félagið ætlar að áfrýja dómnum til Alþjóðaíþrótta­dóm­stóls­ins, CAS.

https://www.mbl.is/sport/fotbolti/2020/02/14/city_i_tveggja_ara_bann_fra_meistaradeildinni/

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert