Allir leikir fyrir luktum dyrum sýndir beint

Leikið verður fyrir luktum dyrum, fari deildin aftur af stað.
Leikið verður fyrir luktum dyrum, fari deildin aftur af stað. AFP

Ensku sjónvarpsstöðvarnar Sky og BT sem hafa sjónvarpsréttinn á ensku úrvalsdeildinni, hafa samþykkt að vera með beinar útsendingar af öllum úrvalsdeildarleikjum sem eftir eru á tímabilinu, fari svo að tímabilið verði klárað á næstu mánuðum fyrir luktum dyrum. 

Enski miðilinn Mirror greinir frá. Venjulega mega sjónvarpsstöðvar á Englandi ekki sýna leiki á laugardögum klukkan 15 en samkvæmt nýja samkomulaginu verður því breytt, þar sem áhorfendur fá ekki að mæta á leikina fyrst um sinn. 

Óvíst er hvað verður um tímabilið í deildinni en forráðamenn deildarinnar og félaga hennar funda í næstu viku. 

mbl.is