Óvissa hjá leikmanni Arsenal

Shkodran Mustafi
Shkodran Mustafi AFP

Knattspyrnumaðurinn Shkodran Mustafi, leikmaður Arsenal á Englandi, viðurkennir að framtíð sín sé í óvissu. Mustafi var tjáð af Unai Emery, fyrrverandi stjóra sínum hjá Arsenal, að hann mætti yfirgefa félagið. 

Mustafi hefur verið í stærra hlutverki síðan Mikel Arteta tók við, en þrátt fyrir það er óvíst hvort hann verði áfram hjá Arsenal. „Ég hef spilað meira hjá Areta og það hefur hjálpað,“ sagði Mustafi við Sky í Þýskalandi. 

„Hann hefur komið mér á óvart, sérstaklega miðað við hversu ungur hann er. Hann er að standa sig vel og ég hef þegar lært af honum. Ég get séð mig halda áfram að spila fyrir hann en það eru enn spurningar sem eru ósvaraðar og það er óvíst hvað tekur við,“ bætti hann við. 

mbl.is