Þakklætisklapp frá Gylfa og Everton

Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki Everton með Richarlison og Dominic …
Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki Everton með Richarlison og Dominic Calvert-Lewin. AFP

Meðal þeirra sem láta í ljós ánægju sína með frammistöðu heilbrigðisstarfsfólks á erfiðum tímum þar sem kórónuveiran ræður ferðinni í þjóðfélaginu eru leikmenn og starfsfólk enska knattspyrnuliðsins Everton.

Á meðfylgjandi myndskeiði má sjá Gylfa Þór Sigurðsson í hópi tólf einstaklinga hjá Everton sem hver fyrir sig klappar „að heiman“ fyrir fórnfýsi og dugnaði heilbrigðisstarfsfólksins.

mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.

Stöndum saman