Úrslitaleikurinn í október?

Manchester-liðin eru bæði eftir í bikarnum.
Manchester-liðin eru bæði eftir í bikarnum. AFP

Enska knattspyrnusambandið sendi frá sér tilkynningu í dag þess efnis að allt verði gert til að hægt verði að klára enska bikarinn. Átta lið voru eftir í bikarnum þegar öllum enskum fótbolta var slegið á frest vegna kórónuveirunnar. 

„Félögin sem eftir eru í keppninni eru nálægt því að komast í stóran úrslitaleik og fyrir þau og stuðningsmenn þeirra munum við gera allt sem við getum til að halda Wembley-draumnum lifandi,“ segir í tilkynningu sambandsins. 

Daily Mirror greinir frá því að úrslitaleikurinn gæti farið fram í október. Eftirfarandi lið eiga að mætast í átta liða úrslitum: 

Sheffield United - Arsenal
Newcastle - Manchester City
Norwich - Manchester United
Leicester - Chelsea 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert