Erfitt að vera ekki nálægt börnunum

Pedro er 32 ára gamall sóknarmaður hjá Chelsea.
Pedro er 32 ára gamall sóknarmaður hjá Chelsea. AFP

Spænski knatt­spyrnumaður­inn Pedro segir það erfitt að vera án fjölskyldunnar á þessum erfiðu tímum vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Eiginkona hans og börn eru á Spáni en hann er sjálfur fastur á Englandi þar sem hann spilar fyrir Chelsea.

„Það er erfitt að geta ekki hitt börnin þín, foreldra, systkini. Að hafa þau ekki nálægt á erfiðum tímum,“ sagði Pedro í vitðali sem birtist á heimasíðu Chelsea. „Auðvitað vil ég vera hjá þeim en öryggisins vegna er það ekki hægt. Við verðum bara að komast í gegnum þetta.“

Ekkert hefur verið spila í ensku úrvalsdeildinni undanfarnar vikur og ljóst að hún hefst ekki aftur fyrr en í fyrsta lagi 30. apríl á meðan heimurinn berst gegn veirunni. Pedro er 32 ára og verður samningslaus í sumar en framtíð hans hjá félaginu er óviss.

mbl.is