Líður tíu sinnum betur

Marcus Rashford
Marcus Rashford AFP

Marcus Rash­ford, sókn­ar­maður enska katt­spyrnuliðsins Manchester United, segist líða miklu betur nú en í upphafi mánaðar en framherjinn er að jafna sig eftir bakmeiðsli.

Rashford er markahæsti leikmaður United á tímabilinu og var að spila gríðarlega vel þegar hann meiddist á baki í janúar en hann hefur ekki spilað síðan. Hann segist hins vegar vera allur að koma til og verði tilbúinn til æfinga þegar þær geta hafist aftur. Ekkert er æft né spilað hjá knattspyrnuliðum á Englandi vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.

„Mér líður tíu sinnum betur. Núna þarf ég bara að gera mig tilbúinn til að byrja æfa aftur og spila leiki fyrir liðið“ sagði Rashford í viðtali við Sky Sports. „Mér líður mikið betur og ég er mikið ánægðari nú en fyrir mánuði síðan.“

Rashford hefur þurft að vinna í endurhæfingu sinni heima fyrir vegna veirufaraldursins og segist hann sakna fótboltans. „Við erum öllum að gera okkar besta í þessum kringumstæðum. Ég er bara heima að æfa, lesa bækur og horfa á Netflix. Það er ekkert sem kemst nálægt því að vera í búningsklefanum og með liðinu.“

mbl.is