Chelsea að skjóta United ref fyrir rass

Chelsea virðist ætla að næla í einn efnilegasta leikmann Englands.
Chelsea virðist ætla að næla í einn efnilegasta leikmann Englands. AFP

Enska knattspyrnufélagið Chelsea virðist ætla að hafa betur í baráttunni um að semja við ungstirnið Jude Bellingham frá Birmingham en táningurinn virtist vera á leið til Manchester.

Bell­ing­ham hef­ur spilað 25 leiki fyr­ir Bir­ming­ham í B-deild­inni í vet­ur og vakið mikla at­hygli en hann heimsótti æfingasvæði United fyrir nokkrum vikum og hitti meðal annars sir Alex Ferguson sem reyndi að telja drenginn á að semja við félagið.

Daily Mail segir hins vegar frá því í dag að forráðamenn Chelsea setji nú allan sinn kraft í að fá Bellingham til að koma til Lundúna. Hann verður 17 ára í sumar og má þá skrifa undir sinn fyrsta at­vinnu­manns­samn­ing og verður spennandi að sjá hvað hann gerir.

Bellingham sló fé­lags­met Bir­ming­ham í ág­úst þegar hann lék 16 ára og 38 daga gam­all með liðinu en fyrra metið var frá ár­inu 1970 og í eigu Trevors Franc­is sem þá sló í gegn með Birming­ham og átti eft­ir að verða m.a. Evr­ópu­meist­ari með Nott­ing­ham For­est tíu árum síðar ásamt því að skora 12 mörk í 52 lands­leikj­um fyr­ir Eng­land.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert