Félagaskiptaglugginn þarf að vera opinn í ár

Bruno Fernandes var keyptur til Manchester United í janúar.
Bruno Fernandes var keyptur til Manchester United í janúar. AFP

Gary Neville, fyrrverandi knattspyrnumaður Manchester United og nú sparkspekingur á Sky Sports, telur að opna þurfi félagaskiptagluggann í 12 mánuði til að gefa félögum tækifæri til að rétta kjöl sinn eftir að kórónuveirufaraldurinn líður hjá.

Nánast engin fótbolti er leikinn um alla Evrópu núna vegna útbreiðslu veirunnar og hefur öllum leikjum á Englandi verið frestað til 30. apríl hið minnsta. Enn stendur til að reyna klára tímabilinu sem voru skyndilega stöðvuð og reikna margir með að hægt verði að halda áfram að spila í sumar.

Neville telur að nokkrar breytingar á hefðbundnu fyrirkomulagi knattspyrnudeildanna muni hjálpa félögum í framtíðinni. „Við þurfum að opna félagaskiptagluggann í maí og hafa hann opinn út allt næsta tímabil til að gefa félögum svigrúm. Við þurfum að framlengja samninga við leikmenn svo hægt sé að klára þetta tímabil og þá þarf að aðstoða minni félög í neðrideildunum með fjárveitingum,“ skrifaði hann á Twitter-síðu sína.

Gary Neville
Gary Neville AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert