Fimm frá Liverpool í liði tímabilsins

Mo Salah er í liði tímabilsins.
Mo Salah er í liði tímabilsins. AFP

Glenn Johnson, fyrrverandi knattspyrnumaður hjá Liverpool, hefur valið lið tímabilsins til þessa í ensku úrvalsdeildinni. Johnson velur fimm leikmenn úr sínu gamla liði, sem er með 25 stiga forskot á toppnum. 

Mikil óvissa ríkir í enskum fótbolta um þessar mundir og óljóst hvort hæg verði að klára tímabilið vegna kórónuveirunnar. Johnson ákvað því að velja sitt besta lið á tímabilinu fyrir Mirror

Markvörður: Alisson Liverpool. 

Varnarmenn: Trent Alexander-Arnold Liverpool, Virgil van Dijk Liverpool, Jonny Evans Leicester, Ben Chilwell Leicester. 

Miðjumenn: Mason Mount Chelsea, Jordan Henderson Liverpool, Kevin De Bruyne Manchester City,  

Sóknarmenn: Mo Salah Liverpool, Jamie Vardy Leicester, Sergio Agüero Manchester City. 

mbl.is