Guardiola gæti hætt með City

Pep Guardiola gæti hætt eftir tímabilið.
Pep Guardiola gæti hætt eftir tímabilið. AFP

Emmanuel Petit, fyrrverandi leikmaður Arsenal, segir að tveggja ára bannið frá Meistaradeild Evrópu í fótbolta, sem Manchester City var úrskurðað í fyrr á árinu, gæti orðið til þess að Pep Guardiola hætti með liðið. 

City var úrskurðað í bannið fyrir brot á fjármálalögum UEFA, en félagið áfrýjaði dómnum til alþjóðaíþrótta­dóm­stól­sins. Petit segir það samt sem áður mögulegt að Guardiola yfirgefi City vegna bannsins. 

„Það gæti verið góð lausn fyrir hann að hætta í sumar út af banninu. Hann virkar þreyttur og hann hefði gott af því að fá smáhvíld,“ sagði Petit við Mirror. „Hann hætti þegar hann var orðinn þreyttur hjá Barcelona og sama staða gæti komið upp hjá City,“ bætti Frakkinn við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert