Mögnuð einstaklingsframtök (myndskeið)

Son Heung-Min á tvö mörk.
Son Heung-Min á tvö mörk. AFP

Á meðan enska úrvalsdeildin í fótbolta er í fríi vegna kórónuveirunnar eru mögnuð tilþrif rifjuð upp á YouTube-síðu deildarinnar. 

Í myndskeiði sem birt er á síðunni eru rifjuð upp mörk sem komu eftir mögnuð einstaklingsframtök. Son Heung-min, leikmaður Tottenham, á m.a tvö mörk í myndskeiðinu og þá eru mörk hjá Mo Salah og Eden Hazard og fleirum. 

Sjón er sögu ríkari, en myndskeiðið má sjá hér fyrir neðan. 

mbl.is