Roma ætlar að reyna að halda Smalling

Chris Smalling.
Chris Smalling. AFP

Knattspyrnumaðurinn Chris Small­ing hef­ur gert það gott með ít­alska liðinu Roma á tíma­bil­inu en þar er hann í láni frá Manchester United út leiktíðina.

Nú herma fregn­ir frá Ítal­íu að það vilji semja við miðvörðinn til fram­búðar en Corriere della Sera greinir frá þessu. Smalling hefur spilað vel í ítölsku höfuðborginni og vill félagið endilega halda honum. Það gæti þó reynst hindrun að United er sagt vilja um 30 milljónir evra fyrir leikmanninn en hann er samningsbundinn Manchester-félaginu til 2022.

United er ekki tilbúið að selja hann ódýrt en Smalling, sem er orðinn 30 ára, er ánægður í Róm og tilbúinn að taka á sig launalækkun til að vera um kyrrt á Ítalíu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert