Solskjær var orðinn ansi þreyttur á Lukaku

Romelu Lukaku.
Romelu Lukaku. AFP

Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, var undir það síðasta orðinn þreyttur á framherjanum Romelu Lukaku en Belginn var seldur til Inter á Ítalíu síðasta sumar.

Lukaku var keyptur til Old Trafford á 75 milljónir punda sumarið 2017 og var lykilmaður í framlínu United fyrst um sinn en hann fékk færri tækifæri eftir að Solskjær tók við í desember 2018.

The Times greinir frá því að undir það síðasta hafi Lukaku verið farinn að forðast það að vera valinn í liðið. Hann kvartaði í sífelli yfir því að vera lítillega meiddur til þess að þurfa ekki að spila. Solskjær var ekki par sáttur við uppátækið og var snöggur að selja framherjann til Ítalíu þegar félagsskiptaglugginn í janúar opnaði.

Lukaku skoraði 42 mörk í 96 leikjum fyrir United en hann hefur verið frábær fyrir Inter í vetur, skorað 23 mörk í 35 leikjum.

mbl.is