Verðum að klára tímabilið fyrir júnílok

Harry Kane
Harry Kane AFP

Harry Kane, fyrirliði enska landsliðins í fótbolta, óttast að ekki verði hægt að klára tímabilið í ensku úrvalsdeildinni, takist það ekki fyrir lok júní. Aleksader Ceferin, forseti UEFA, tók í sama streng í gær. 

„Ég veit að forráðamenn deildarinnar munu gera allt til að klára tímabilið og skoða alla möguleika. Mér finnst við verða að reyna að klára tímabilið en það gæti komið tímapunktur þar sem tíminn rennur út,“ sagði Kane við Sky. 

„Ég sé ekki hvað við græðum á því að fara inn í júlí eða ágúst. Ég veit ekki hvort það væri gott fyrir fjárhag félaganna. Mig grunar að við yrðum að klára tímabilið fyrir lok júní, annars yrði best að aflýsa því,“ sagði Kane. 

mbl.is