Launalækkanir hjá Tottenham

Frá leik Tottenham og Leipzig í Meistaradeildinni.
Frá leik Tottenham og Leipzig í Meistaradeildinni. AFP

Enska knattspyrnufélagið Tottenham tilkynnti í dag að starfsmenn félagsins tækju á sig launalækkanir næstu mánuði til að félagið gæti haldið áfram að starfa eðlilega á meðan kórónuveiran er skæð á Bretlandseyjum. 

Félagið mun leita hjálpar hjá bresku ríkisstjórninni, til að ekki þurfi að segja starfsfólki upp. Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham, er einn þeirra sem tekur á sig launalækkun en leikmenn hafa ekki ekki samþykkt slíkt. 

„Veiran hefur áhrif á alla á jörðinni og hún hefur gríðarlega mikil áhrif. Við þurfum að gera okkur grein fyrir því að það er ekkert öðruvísi í fótboltanum,“ sagði Levy í viðtali sem birtist á heimasíðu félagsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert