Heilsa og heilbrigði hafa algjöran forgang

Tómlegt er í kringum Goodison Park, heimavöll Everton í Liverpoolborg, …
Tómlegt er í kringum Goodison Park, heimavöll Everton í Liverpoolborg, eins og aðra enska knattspyrnuvelli. AFP

Enska úrvalsdeildin, enska deildakeppnin, samtök atvinnuknattspyrnumanna á Englandi og samtök knattspyrnustjóra funduðu í dag um stöðu fótboltans í landinu vegna kórónuveirunnar.

Í sameiginlegri yfirlýsingu sem þessir aðilar sendu frá sér fyrir stundu segir að heilsa og heilbrigði þjóðarinnar, þar með talinna leikmanna, þjálfara, knattspyrnustjóra, starfsfólks félaganna og stuðningsmanna, hafi algjöran forgang. Allir séu sammála um að knattspyrnan geti ekki farið aftur af stað fyrr en það sé óhætt og eðlilegt.

Engar ákvarðanir voru teknar á fundinum en þessir aðilar ætla að koma aftur saman innan tveggja sólarhringa og einbeita sér að stóru málunum eins og launum leikmanna og hvernig haldið verði áfram með keppnistímabilið 2019-20.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert