Stuðningsmenn Tottenham óhressir með leikmennina

Leikmenn Tottenham sitja undir mikilli gagnrýni frá sínum eigin stuðningsmönnum.
Leikmenn Tottenham sitja undir mikilli gagnrýni frá sínum eigin stuðningsmönnum. AFP

Stuðningsmenn Tottenham hafa lýst yfir gríðarlegri óánægju með að leikmenn félagsins skuli ekki hafa gefið eftir einhvern hluta launa sinna á meðan starfsfólk félagsins hafi þurft að taka á sig 20 prósent launalækkun. Alls er um 550 manns að ræða sem starfa hjá félaginu á ýmsum sviðum.

„Það sem hefur reitt stuðningsmenn félagsins til reiði er að félag sem á að vera traust og ábyrgt skuli lækka launin hjá starfsfólkinu og biðja um hjálp frá ríkinu, á sama tíma og dýrustu starfskraftar félagsins fá sín laun óskert,“ segir í yfirlýsingu sem Tottenham Hotspur Supporters Trust sendi frá sér í kvöld.

Samtök atvinnuknattspyrnumanna á Englandi hafa ekki komist að niðurstöðu um hvernig standa ætti að launalækkun leikmanna í úrvalsdeildinni á meðan neyðarástandið vegna kórónuveirunnar ríkir í landinu.

„Það er ekkert sem kemur í veg fyrir að leikmenn félagsins láti sjálfviljugir fé af hendi rakna til þess að sjá til þess að þeir sem minnst mega við því þurfi að taka á sig of miklar byrðar. Það er ekkert sem kemur í veg fyrir að stjórnarmenn félagsins, þar á meðal stjórnarformaðurinn, leggi sjálfir fram hluta af sínum launum til að hjálpa öðrum. Þetta höfum við tilkynnt stjórn félagsins og munum halda því áfram,“ segir ennfremur í yfirlýsingunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert