Arsenal vill klára tímabilið

Pierre-Emerick Aubameyang er fyrirliði Arsenal.
Pierre-Emerick Aubameyang er fyrirliði Arsenal. AFP

Forráðamenn Arsenal eru þeirrar skoðunar að klára eigi yfirstandandi tímabil, þrátt fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar. Í dag var efstu deildum Englands frestað ótímabundið.

„Við styðjum það heilshugar að klára þetta tímabil en aðeins þegar yfirvöld gefa grænt ljós. Það er óvíst hvenær við getum haldið áfram en við styðjum að tímabilið verði klárað,“ segir í yfirlýsingu sem félagið sendi frá sér í dag. 

Arsenal var í níunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar þegar gert var hlé á enskum fótbolta. Þá var liðið sömuleiðis komið í átta liða úrslit ensku bikarkeppninnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert