Gylfi betri en fyrirliði Liverpool

Gylfi Þór Sigurðsson
Gylfi Þór Sigurðsson AFP

Gylfi Þór Sigurðsson er betri knattspyrnumaður en Jordan Henderson samkvæmt fótboltagagnrýnanda á Twitter. Hann raðaði niður knattspyrnumönnum á Englandi í nokkra flokka. 

Að sögn notandans sem er stuðningsmaður Manchester City, er Gylfi góður miðjumaður ásamt sjö öðrum. Henderson er í flokknum þar fyrir neðan eða miðlungsgóður.

Bernardo Silva, Kevin De Bruyne og Fernandinho, sem allir leika með Manchester City, eru þeir einu sem eru í heimsklassa að hans mati.

Þennan lista má sjá hér fyrir neðan og vekur athygli að tveir leikmenn eru ekki einu sinni fótboltamenn að hans mati. 

Í heimsklassa - Bernardo Silva, Kevin De Bruyne, Fernandinho.

Mjög góðir - David Silva, Paul Pogba, Christian Eriksen, Fabinho

Góðir - Gylfi Þór Sigurðsson, Moussa Sissoko, Mesut Ozil, N'Golo Kante, Youri Tielemans, Naby Keita, Ruben Neves, Wilfred Ndidi.

Miðlungsgóðir - Lucas Torreira, Declan Rice, Aaron Mooy, Ilkay Gundogan, Ruben Loftus-Cheek, Jorginho, Jordan Henderson, James Maddison, Phil Foden, James Milner, Abdoulaye Doucoure, Dele Alli, Jorginho, Georginio Wijnaldum, Victor Wanyama, Andre Gomes, Luka Milivojevic.

Ömurlegir - Scott McTominay, Nathaniel Chalobah, Tom Davies, Sean Longstaff, Matteo Guendouzi, Mark Noble, Joao Moutinho, James McArthur, Fred, Ross Barkley, Mateo Kovacic, Manuel Lanzini, Nemanja Matic, Eric Dier, Mohamed Elneny, Harry Winks, Granit Xhaka.

Ekki knattspyrnumenn - Jonjo Shelvey, Jesse Lingard.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert