Landsliðsfyrirliðinn orðaður við United

Harry Kane verður eftirsóttur.
Harry Kane verður eftirsóttur. AFP

Enski landsliðsfyrirliðinn Harry Kane hefur verið orðaður við félög á borð við Manchester United og Real Madríd að undanförnu og þá sérstaklega eftir að hann viðurkenndi í samtali við Sky Sports á dögunum að hann gæti hugsað sér að yfirgefa Tottenham einn daginn. 

Kane hefur lengi verið orðaður við Real Madríd og samkvæmt Manchester Evening News hefur United einnig fylgst með honum. Kane er hins vegar samningsbundinn til 2024 og yrði hann afar dýr. 

United hefur einnig fylgst með leikmönnum á borð við Jadon Sancho hjá Dortmund og Jack Grealish hjá Aston Villa og þykja félagsskipti þeirra til United líklegri en hjá Kane, sem myndi kosta í kringum 100 milljónir punda. 

mbl.is