Vann Liverpool og nefndi hundinn Anfield

Marcos Llorente fagnar marki á Anfield.
Marcos Llorente fagnar marki á Anfield. AFP

Knattspyrnumaðurinn Marcos Llorente hjá Atlético Madríd á Spáni fagnaði vel og innilega þegar liðið sló Liverpool úr leik í Meistaradeild Evrópu í síðasta mánuði. 

Anfield hefur það gott.
Anfield hefur það gott. Ljósmynd/Instagram

Í kjölfarið á sigrinum fékk Llorente sér hund og nefndi hann Anfield, en heimavöllur Liverpool ber sama nafn. 

Atlético vann fyrri leikinn á heimavelli 1:0 og síðari leikinn á Anfield, 3:2, eftir framlengingu og fór því áfram 4:2-samanlagt. Skoraði Llorente tvö mörk í framlengingunni. 

Llorente deildi mynd af hundinum sínum á instagramsíðu sinni í dag, þar sem kemur fram að hann heiti Anfield. 

mbl.is