Funda um launalækkun í dag

Jordan Henderson og Mohamed Salah, leikmenn Liverpool.
Jordan Henderson og Mohamed Salah, leikmenn Liverpool. AFP

Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu og samtaka leikmanna munu funda í dag varðandi fyrirhugaða launalækkun vegna kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins sem nú herj­ar á heims­byggðina.

Félögin sjálf samþykktu einróma í gær að ræða við leikmenn sína um þessar fyrirhugðu aðgerðir en til stendur að allir leikmenn taki á sig 30% launalækkun. Úrvalsdeildin mun í kjölfarið gefa 20 milljónir punda til breska heilbrigðiskerfisins og 120 milljónir punda til neðri deildanna.

Deild­in hef­ur nú verið í fríi í tæp­an mánuð en síðasti leik­ur henn­ar var leik­ur Leicester og Ast­on Villa í Leice­ster 9. mars síðastliðinn. Deildin mun ekki hefjast á ný fyrr en í fyrsta lagi í júní.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert