Landsliðsþjálfarinn tekur á sig launalækkun

Gareth Southgate.
Gareth Southgate. AFP

Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englendinga í fótbolta, hefur samþykkt 30 prósenta launalækkun. Mikil pressa hefur verið á leikmönnum og þjálfurum á Englandi að taka á sig launalækkun vegna ástandsins sem nú ríkir. 

Southgate er ekki fyrsti landsliðsþjálfari Englands sem samþykkir launalækkun því Eddie Jones, landsliðsþjálfari rúgbíliðs Englands, tók á sig 25 prósenta launalækkun á dögunum. 

Talsmaður enska knattspyrnusambandsins staðfesti í samtali við Sky Sports að viðræður væru í gangi innan sambandsins um launalækkun fleiri starfsmanna. 

Viðræður eru í gangi á meðal ensku úrvalsdeildarinnar um að lækka laun leikmanna hennar um 30 prósent tímabundið. 

mbl.is