City fer ekki að fordæmi Liverpool

Etihad-leikvangurinn. Heimavöllur Manchester City.
Etihad-leikvangurinn. Heimavöllur Manchester City. AFP

Englandsmeistarar Manchester City hafa staðfest að þeir munu ekki fara að fordæmi Liverpool og Tottenham og nýta sér neyðarúrræði yfirvalda til að senda starfsmenn sína í launað leyfi á kostnað skattgreiðenda.

Topplið Liverpool sætti harðri gagnrýni í gær eftir að í ljós kom að félagið nýtti sér úrræðið til að senda starfsfólk sitt í leyfi vegna heimsfaraldursins sem nú herjar á heimsbyggðina.

City hefur nú sent frá sér tilkynningu þar sem félagið segist ekki ætla að nýta sér þetta úrræði og engum verði sagt upp sem stendur. Þá ætlar félagið áfram að styrkja samfélagið og aðstoða heilbrigðiskerfið í Manchester með fjárveitingum.

Liverpool hefur verið gagnrýnt harðlega fyrir að nýta sér úrræði sem margir telja að sé fyrir minni viðkvæmari fyrirtæki. Félagið er eitt það ríkasta í heimi og hagnaðist um 42 milljónir punda á síðasta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert