Hvaða valkosti hefur enska úrvalsdeildin?

Jürgen Klopp og lærisveinar hans í Liverpool bíða eftir sínum …
Jürgen Klopp og lærisveinar hans í Liverpool bíða eftir sínum fyrsta Englandsmeistaratitli í þrjátíu ár. AFP

Vegna veirufaraldursins sem nú herjar á heimsbyggðina ríkir mikil óvissa um bæði hvenær og hvernig verður hægt að ljúka keppnistímabilinu í enska boltanum. Knattspyrnuyfirvöld í Bretlandi hafa frestað deildinni ótímabundið og ljóst að það eykur á óvissuna hjá félögum, sérstaklega hjá þeim sem standa illa fjárhagslega. Það er ljóst að forráðamanna deildanna bíður verðugt verkefni; að leysa úr þeirri flækju sem upp er komin, og því við hæfi að skoða helstu möguleika sem koma til greina.

Tímabilið dautt og ómerkt

Harkalegasta úrræðið og verður aðeins beitt í neyð. Það eru aðeins níu umferðir eftir og því væri það raunhæft að ljúka mótinu á fjórum eða fimm vikum, einhvern tímann í sumar. Ótrúleg vinna liggur að baki þeim sjö mánuðum sem félögin hafa lagt í keppnistímabilið nú þegar og væntanlega er fáum alvara um að það erfiði eigi allt að vera til einskis.

Það eru þó nokkur vandamál sem þessi leið gæti leyst. Leikmenn eru margir hverjir aðeins samningsbundnir félögum sínum út leiktíðina, eða til 30. júní, og gæti það orðið erfitt úrlausnarefni að lengja tímabilið umfram þá dagsetningu. Að einhverju leyti væri þetta því hagkvæmasta lausnin; að horfa fram á veginn og líta til nýs tímabils.

Greinina má sjá á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »