Ensk goðsögn lögð inn á spítala

Jimmy Greaves
Jimmy Greaves Ljósmynd/Tottenham

Fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Jimmy Greaves hefur verið lagður inn á spítala. Greaves er goðsögn hjá Tottenham og enska landsliðinu. 

Greaves lék einnig með Chelsea, West Ham og AC Mílan. Skoraði hann 44 mörk í 57 leikjum með enska landsliðinu og varð heimsmeistari árið 1966. Er hann einnig markahæsti leikmaður í sögu Tottenham með 266 mörk. 

Þá vann hann enska bikarinn í tvígang með Tottenham og Evrópukeppni bikarhafa einu sinni. Greaves varð áttræður í febrúar síðastliðnum, en hann fékk slag árið 2015 og hefur glímt við veikindi. 

Uppfært kl. 13.09:
Samkvæmt nýjustu fréttum er Greaves kominn heim og bíður niðurstöðu úr rannsóknum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert