Setja mikla pressu á stjórnarformanninn

Heimavöllur Tottenham. Tottenham Hotspur-völlurinn í London, er á meðal háþróuðustu …
Heimavöllur Tottenham. Tottenham Hotspur-völlurinn í London, er á meðal háþróuðustu knattspyrnuvalla í heiminum í dag en hann var tekinn í noktun á síðasta ári. AFP

Stuðningsmenn enska knattspyrnufélagsins Tottenham eru afar ósáttir við þá ákvörðun félagsins að ætla að þiggja aðstoð frá breska ríkinu við að greiða laun starfsmanna félagsins. Samkvæmt nýjum neyðarlögum í Bretlandi mun ríkið greiða 80% launa hjá starfsfólki fyrirtækja í landinu til þess að létta undir með fólki á meðan kórónuveirufaraldurinn geisar.

Nokkur knattspyrnufélög á Englandi ákváðu að nýta sér þessa leið stjórnvalda, þar á meðal Liverpool, en félagið fékk mikla gagnrýni á sig vegna þessa enda hagnaðist Liverpool um 42 milljónir punda á síðasta ári. Peter Moore, framkvæmdastjóri Liverpool, sendi hins vegar frá sér yfirlýsingu í gær og sagði að félagið væri hætt við að nýta sér aðstoð stjórnvalda.

Stuðningsmenn Tottenham hafa nú sett mikla pressu á Daniel Levy, stjórnarformann félagsins, um að draga í land með ríkisaðstoðina og sjá sóma sinn í því að greiða sjálfur laun starfsólksins. Tottenham og Liverpool eru á meðal ríkustu félaga Bretlands og því hafa bæði lið fengið harða gagnrýni á undanförnum dögum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert