Framferði mitt ekki í samræmi við reglur

José Mourinho var með leikmann á séræfingu í almenningsgarði.
José Mourinho var með leikmann á séræfingu í almenningsgarði. AFP

José Mourinho knattspyrnustjóri Tottenham hefur viðurkennt að hafa brotið reglur um umgengni fólks á meðan kórónuveiran geisar um Bretlandseyjar.

Myndir af Mourinho þar sem hann var með leikmann liðsins Tanguay Ndombele á séræfingu í almenningsgarðinum Hadley Common í útjaðri London birtust á samfélagsmiðlum og ljóst var að þeir héldu ekki reglur um tveggja metra fjarlægð.

„Ég viðurkenni að framferði mitt var ekki í samræmi við reglur ríkisstjórnarinnar og við megum aðeins vera í samskiptum við þá sem við búum með. Það er nauðsynlegt að við tökum öll þátt og fylgjum reglum ríkisstjórnarinnar til að styðja við hetjurnar okkar í heilbrigðisþjónustunni og bjarga mannslífum,“ sagði Mourinho í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag.

mbl.is