Tapið að minnsta kosti milljarður punda

Enska úrvalsdeildin er mikilvæg fyrir enskt hagkerfi.
Enska úrvalsdeildin er mikilvæg fyrir enskt hagkerfi. AFP

Richard Marsters, stjórnarformaður ensku úrvalsdeildarinnar, segir deildina tapa að minnsta kosti einum milljarði punda takist ekki að klára yfirstandandi tímabil. 

„Við töpum að minnsta kosti einum milljarði ef við náum ekki að klára tímabilið. Sú upphæð gæti hækkað umtalsvert ef faraldurinn herjar lengur á okkur,“ sagði Masters á blaðamannafundi. 

„Þetta hefur ekki bara neikvæð áhrif á félögin og deildina, heldur líka á alla þjóðina. Deildin skilar gríðarlegum tekjum í enska hagkerfið og hefur áhrif á alla,“ bætti hann við. 

„Við verðum að búa okkur undir að þessi faraldur vari sem lengst og undirbúa okkur fyrir það versta og vera reiðubúin,“ sagði hann enn fremur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert