Getum verið meðal fjögurra efstu

Raul Jiménez.
Raul Jiménez. AFP

Enska úr­vals­deild­arliðið Wol­ves er fullfært um að hafna í einum af fjórum efstu sætum deildarinnar og tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu, þegar deildin getur loks hafið leik sinn á ný.

Wolves er í 6. sæti deildarinnar með 43 stig eftir 29 umferðir, fimm stigum frá Chelsea í fjórða sætinu, en ekkert hefur verið spilað undanfarnar vikur vegna kórónuveirufaraldursins. Raul Jiménez, framherji Wolves, er sannfærður um að liðið geti brúað bilið í Chelsea þegar deildin hefst aftur.

„Þetta er aðeins annað tímabilið okkar í úrvalsdeildinni en við vitum að við getum þetta. Við ætlum að berjast um fjórða sætið og þó við verðum ekki vonsviknir ef það tekst ekki, þá vitum við að þetta er hægt,“ sagði Jiménez í viðtali sem úlfarnir birtu á heimasíðu sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert