Gylfi og Jóhann Berg láta gott af sér leiða

Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson leggja sitt af …
Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson leggja sitt af mörkum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við get­um staðfest að þónokkr­ir leik­menn úr öll­um liðum ensku úr­vals­deild­ar­inn­ar leggja sitt af mörk­um. Við vilj­um gera okk­ar til að hjálpa til,“ sagði í yfirlýsingu sem PlayersTogether-samtökin sendu frá sér í gær.

Jor­d­an Hend­er­son fyr­irliði Li­verpool og Harry Kane fyr­irliði enska landsliðsins eru á meðal frumkvöðla samtakanna sem voru sett á laggirnar til að hjálpa í baráttunni við kórónuveiruna á Englandi. 

Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson taka þátt í átakinu og leggja sitt af mörkum, en þeir greindu frá því á samfélagsmiðlum. Hafa samtökin safnað um fjórum milljónum punda, eða rúmum 710 milljónum króna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert