Besta ákvörðun lífsins að yfirgefa Liverpool

Luis Alberto í leik með Lazio.
Luis Alberto í leik með Lazio. AFP

Knattspyrnumaðurinn Luis Alberto segir að ákvörðun sín um að yfirgefa Liverpool á sínum tíma sé sú besta sem hann hafi tekið á ævinni en hann flutti sig um set til Lazio á Ítalíu þar sem ferill hans komst aftur af stað.

Spánverjinn var á mála hjá Liverpool í þrjú ár en spilaði aðeins tólf leiki á Englandi þrátt fyrir að hafa verið keyptur á sjö milljónir punda árið 2013. Honum tókst hins vegar ekki að brjótast inn í liðið og var sendur á láni til heimalandsins í tvígang áður en hann flutti til Ítalíu.

„Ég fékk ekki að spila jafn mikið og ég hefði viljað hjá Liverpool,“ sagði Alberto í viðtali við Onda Cero. „Ég tók svo stórt skref upp á við hjá Lazio sem er frábært félag. Að fara þangað var besta ákvörðun lífs míns.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert