Ekkert tilboð frá United enn þá

Odion Ighalo og Ole Gunnar Solskjær
Odion Ighalo og Ole Gunnar Solskjær AFP

Knattspyrnumanninum Odion Ighalo hefur enn ekki borist tilboð frá Manchester United um að vera áfram innan raða félagsins en hann kom til Englands að láni frá Kína í janúar.

Nígeríski landsliðsmaðurinn fór frábærlega af stað í Manchester og skoraði fjögur mörk í átta leikjum áður en öllu keppnishaldi var aflýst ótímabundið vegna kórónuveirunnar. Ighalo kom nokkuð óvænt til United en margir framherjar liðsins voru meiddir og brást félagið við, á lokadegi félagsskiptagluggans.

Ole Gunnar Solskjær, stjóri liðsins, hefur gefið í skyn að það komi vel til greina að reyna að halda í framherjann, sem er orðinn þrítugur, en ekkert hefur þó orðið að því enn. „Það er ekkert tilboð á borðinu enn,“ sagði Ighalo í viðtali við Elgebete TV. „Tímabilið er enn í gangi og ég á eftir að klára lánssamninginn minn. Við sjáum svo til, ég tek ekki ákvarðanir í lífi mínu einn, heldur bið ég Guð um leiðsögn.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert