Gömul hetja á sjúkrahúsi með veiruna

Norman Hunter er fjórði leikjahæstur í sögu Leeds.
Norman Hunter er fjórði leikjahæstur í sögu Leeds.

Norman Hunter, einn af leikjahæstu leikmönnum í sögu Leeds United sem var í leikmannahópi enska landsliðsins í knattspyrnu þegar það varð heimsmeistari árið 1966, liggur á sjúkrahúsi með kórónuveiruna. Leeds greindi frá þessu í dag.

Hunter lék 28 landsleiki fyrir hönd Englands og var ungur leikmaður í hópnum á HM 1966. Hann spilaði 540 deildaleiki og 726 leiki alls fyrir Leeds og varð enskur meistari með liðinu 1969 og 1974, ásamt því að vinna bikarinn, deildabikarinn og Borgakeppni Evrópu árin 1968 og 1971.

mbl.is