Leikmenn West Ham taka á sig launalækkanir

Mark Noble er fyrirliði West Ham.
Mark Noble er fyrirliði West Ham. AFP

Enska úrvalsdeildarfélagið West Ham hefur komist að samkomulagi við alla leikmenn félagsins um 30 prósent lækkun launa á meðan kórónuveirufaraldurinn gengur yfir heimsbyggðina.

Þá mun knattspyrnustjórinn David Moyes einnig taka á sig 30 prósenta launalækkun, sem og Karren Brady, varaformaður félagsins.

West Ham er annað félagið sem semur við alla sína leikmenn, en fyrr í vikunni gerði Southampton slíkt hið sama.

Þá hafa stjörn­ur úr ensku úr­vals­deild­inni í fót­bolta snúið bök­um sam­an og stofnað sjóð til að hjálpa heil­brigðis­yf­ir­völd­um í bar­átt­unni við kór­ónu­veiruna.

Jor­d­an Hend­er­son, fyr­irliði Li­verpool, og Harry Kane, fyr­irliði enska landsliðsins, eru á meðal leik­manna sem taka þátt í söfn­un­inni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert