Myndi elska að snúa aftur í úrvalsdeildina

Philippe Coutinho
Philippe Coutinho AFP

Bras­il­íski knatt­spyrnumaður­inn Phil­ippe Cout­in­ho vill ólmur snúa aftur í ensku úrvalsdeildina eftir mögur ár á Spáni og Þýskalandi en hann var á mála hjá Liverpool fyrir nokkrum árum.

Kia Joorabchiann, umbosmaður Coutinhos, sagði frá þessu í viðtali við Sky Sports en sóknarmaðurinn er sem stendur að láni hjá Bayern München frá Barcelona, sem keypti hann frá Liverpool árið 2018.

Honum hefur ekki gengið sem skyldi og hefur þýska félagið ekki áhuga á að kaupa hann og það spænska vill ekki fá hann aftur. „Úrvalsdeildina hefur hann alltaf elskað og hann myndi elska að snúa aftur til Englands,“ sagði Joorabchian við Sky Sports.

„Þetta er í raun aðallega spurning um hvernig fjárhagsstaða félaga verður eftir að þessi faraldur líður hjá.“

mbl.is