Kominn tími á að selja Gylfa

Gylfi Þór Sigurðsson hefur ekki átt gott tímabil.
Gylfi Þór Sigurðsson hefur ekki átt gott tímabil. AFP

Enski knattspyrnumaðurinn Darren Bent segir að það sé kominn tími á að Everton selji Gylfa Þór Sigurðsson. Bent lék á sínum tíma með Sunderland, Aston Villa og Tottenham og þá lék hann 13 landsleiki fyrir England og skoraði í þeim fjögur mörk. 

Gylfi hefur ekki átt gott tímabil með Everton og aðeins skorað eitt mark og lagt upp tvö til viðbótar í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. Er hann dýrasti leikmaðurinn sögu félagsins en Everton greiddi 45 milljónir punda fyrir hann árið 2017. 

Ekki er reiknað með að Everton fái eins háa upphæð fyrir Gylfa, m.a. vegna afleiðinga kórónuveirunnar. „Það er kominn tími á að selja Gylfa og fá leikmann eins og Jack Grealish eða Jesse Lingard í staðinn. 

Gylfi er mjög góður, magnaður alveg, en einhverra hluta vegna hefur hann ekki náð að sýna það. Ancelotti getur fundið lausnina, en ef leikmaður eins og Grealish er laus, ætti Everton að selja Íslendinginn,“ sagði Bent við Football Insider. 

mbl.is