Samþykkja að aflýsa úrvalsdeildinni

Enska landsliðskonan Steph Houghton leikur með toppliði Manchester City.
Enska landsliðskonan Steph Houghton leikur með toppliði Manchester City. Ljósmynd/Manchester City

Enska knattspyrnusambandið og forráðamenn efstu deildar kvenna hafa komist að niðurstöðu um að aflýsa því sem eftir lifir af deildinni. Var síðast leikið í deildinni í apríl. 

Sky greinir frá því að það yrði mjög kostnaðarsamt að hefja leik í deildinni á ný og því væri það besta í stöðunni að aflýsa þeim leikjum sem eftir eru. 

Enn á eftir að útkljá hvort meistar verði krýndir og hvort lið falli. Manchester City var í toppsætinu með 40 stig þegar tímabilinu var frestað og Chelsea í öðru sæti, einu stigi á eftir. Liverpool var í botnsætinu með aðeins sex stig. 

mbl.is