Ætlar að yfirgefa Liverpool

Adam Lallana og Pedro Chirivella í baráttunni í ensku bikarkeppninni …
Adam Lallana og Pedro Chirivella í baráttunni í ensku bikarkeppninni fyrr í vetur. AFP

Pedro Chirivella hefur ákveðið að yfirgefa enska knattspyrnufélagið Liverpool þegar samningur hans við félagið rennur út í sumar en það er Liverpool Echo sem greinir frá þessu. Chirivella er 22 ára gamall spænskur miðjumaður en hann kom til Liverpool frá uppeldisfélagi sínu Valencia sumarið 2013. 

Hann spilaði sinn fyrsta aðalliðsleik fyrir félagið árið 2015 en lék svo ekkert með aðalliði félagsins næstu þrjú árin. Hann hefur hins vegar fengið tækifæri í ensku bikarkeppnunum á þessari leiktíð og alls hefur hann komið við sögu í sex leikjum. Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, hefur mikla trú á leikmanninum og vill framlengja við hann.

Liverpool Echo greinir frá því að Liverpool sé tilbúið að bjóða Spánverjanum fimm ára samning á Anfield en Chirivella vill fá að spila meira og hann sér ekki fram á að fá mörg tækifæri hjá Liverpool og ætlar þess vegna að róa á önnur mið. Hann hefur verið orðaður við heimkomu til Valencia og þá hefur franska 1. deildarfélagið Nantes mikinn áhuga á honum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert