Myndi spila þótt ég væri með veiruna

Graeme Souness.
Graeme Souness. Ljósmynd/Sky

Graeme Souness, fyrrverandi leikmaður Liverpool og núverandi sjónvarpsmaður hjá Sky, segir að hann myndi spila leik í ensku úrvalsdeildinni þótt hann væri með kórónuveiruna, svo lengi sem hann væri einkennalaus. 

Knattspyrnuyfirvöld á Englandi vilja hefja leik á ný í ensku úrvalsdeildinni 19. júní, en leikmenn hafa lýst yfir áhyggjum vegna þessa. Hjá Souness væri það ekki vandamál og myndi hann spila, þótt hann væri með veiruna og smithættan væri þá gríðarleg. 

„Ef ég myndi greinast með jákvætt próf og stjórinn myndi biðja mig um að spila myndi ég líklegast gera það. Ég myndi ólmur vilja spila aftur ef ég væri leikmaður í dag, svo lengi sem mér myndi líða vel. Þá væri hægt að sannfæra mig um að spila, þótt ég væri með veiruna,“ sagði Souness á Sky. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert