Leikmenn hafa miklar áhyggjur

Leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar eiga að æfa með buff til þess …
Leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar eiga að æfa með buff til þess að forðast smit. AFP

Þó að Englendingar hafi í gær tekið fyrsta skrefið í átt að því að halda áfram keppni í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, með því að leyfa æfingar með fjarlægðartakmörkunum frá og með deginum í dag, virðist enn vera óvíst hvort hægt verður að hefja leik að nýju föstudaginn 12. júní eins og stefnt hefur verið að.

Félögin komust í gær að sameiginlegri niðurstöðu um að taka þetta fyrsta skref. Nú mega leikmenn æfa í litlum hópum, fjórir til fimm leikmenn í einu á vellinum. Leikmenn mæta í æfingafötum á æfingarnar og verða að halda tveggja metra fjarlægð á milli sín. Allt umhverfið er gert eins öruggt og mögulegt er, hópar innan liðanna æfa á misjöfnum tímum, allur búnaður er sótthreinsaður eftir að hver hópur hefur lokið æfingu, og á bílastæðum leikmanna verða þrjú auð stæði á milli bifreiða þeirra. Leikmenn verða skimaðir fyrir veirunni tvisvar í viku og eru hitamældir daglega ásamt því að þurfa að svara heilsufarslegum spurningum. Þá fær aðeins takmarkaður hluti starfsfólks félaganna að mæta á æfingasvæðið.

Næsta skref mun erfiðara

Ljóst er að margir leikmenn eru efins um hvort rétt sé að reyna að halda áfram keppni strax. Troy Deeney, fyrirliði Watford, sagði í viðtali við ITV í gær að þetta fyrsta skref væri einfalt, í raun svipað og að fara einn með bolta út í almenningsgarð. Næsta skref, sem stíga á í næstu viku, yrði mun erfiðara.

„Þá eiga þrír til sex leikmenn að æfa með fullum snertingum, og sex dögum eftir það eiga ellefu að spila gegn ellefu og þá verða fjarlægðartakmarkanir ekki mögulegar lengur. Ég þrái að spila fótbolta aftur, ég er í besta starfi í heimi. En öryggið verður að vera til staðar fyrir alla.“

Greinina má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert