Heilsast vel þrátt fyrir smit

Adrian Mariappa heilsast vel þrátt fyrir smit.
Adrian Mariappa heilsast vel þrátt fyrir smit. AFP

Nigel Pearson, knattspyrnustjóri Watford, segir að lærisveinn hans Adrian Mariappa sé við góða heilsu, þrátt fyrir að hann hafi greinst með kórónuveiruna í vikunni. Er Mariappa einkennalaus og spenntur að mæta aftur til æfinga. 

„Hann lítur mjög vel út og líður vel. Þetta er gott dæmi um hvernig veiran hefur mismunandi áhrif á fólk. Hann verður í einangrun í viku og hann og fjölskyldan hans hafa það gott. Ég hef engar áhyggjur af honum þegar hann kemur til baka,“ sagði Pearson við Sky Sports. 

Voru allir leikmenn liðsins skimaðir aftur í dag og er enski stjórinn bjartsýnn. „Vonandi verða ekki fleiri jákvæð próf. Við viljum hafa æfingasvæðið okkar eins öruggt og mögulega hægt er. Við þurfum að vera sveigjanlegir ef við ætlum að byrja að spila í næsta mánuði,“ sagði Pearson enn fremur. 

mbl.is