Tveir leikmenn til viðbótar í einangrun

Þrír hafa greinst með veiruna hjá Watford.
Þrír hafa greinst með veiruna hjá Watford. AFP

Tveir leikmenn enska úrvalsdeildarfélagsins Watford hafa bæst í hóp þeirra sem verða í einangrun næstu vikuna eða svo eftir að hafa verið í návist fólks með kórónuveiruna. 

Ekki er enn komið í ljós hvort leikmennirnir séu sjálfir með veiruna og hefur félagið ekki greint frá hvaða leikmenn um ræðir. 

Er um enn eitt áfallið að ræða hjá Watford, en þegar hefur varnarmaðurinn Adrian Mariappa greinst með veiruna, eins og tveir aðrir starfsmenn félagsins. Þá hefur fyrirliðinn Troy Deeney ekki viljað æfa á æfingasvæði félagsins af ótta við veiruna. 

mbl.is