Vill klára tímabilið með Chelsea

Willian er eftirsóttur.
Willian er eftirsóttur. AFP

Brasilíski knattspyrnumaðurinn Willian er opinn fyrir því að gera samning við Chelsea sem gildir út leiktíðina.

Verður hann samningslaus 30. júní, en frestanir vegna kórónuveirunnar gera það að verkum að ekki verður hægt að klára tímabilið áður en samningurinn rennur út. 

Hefur Willian verið orðaður við félög eins og Arsenal, Tottenham og Liverpool, en hann vill í það minnsta klára tímabilið með Chelsea. 

„Þetta er erfið staða því Chelsea bauð mér tveggja ára samning og því fær ekki breytt, en ég vil þriggja ára samning,“ sagði Willian við Esporte Interativo í heimalandinu. 

„Ég veit ekki hvort það verður möguleiki að ég verði áfram hjá félaginu en núna er markmiðið að leggja hart af mér út tímabilið, svo Chelsea geti haldið áfram að vinna fótboltaleiki. Ég vil klára tímabilið en svo verðum við að sjá til,“ sagði hann enn fremur. 

mbl.is